Lautarferð í Eyjafjarðarsveit

 

Lautaferð í Eyjafjarðasveit

 

Á kaffi kú getur þú pantað tvennskonar körfur í lautaferð. Hægt er að panta körfuna fyrirfram og er hún þá tilbúin þegar þú mætir, einnig er hægt að panta á staðnum. Lautaferð í náttúrunni er frábær afþreying fyrir fjölskynduna og gaman að sitja úti borða góðan mat og horfa á kýrnar.

Maturinn er borin fram í fallegri bast körfu með teppi, með henni fylgja hnífapör, diskar og glös.

 

Sælkera karfan

  • Roast beef beygla
  • Beygla með hummus
  • Íslenskar vöfflur með rjóma og sultu
  • Lakkríslengja
  • Íste
  • Kaffi

 

Sæt karfa

  • Íslenskar vöfflur með rjóma og sultu
  • Lakkríslengja
  • Kaffi

 

 

Beyglu brauðið er bakað í Sauðárkróksbakarí, bakaríið er eitt af fáum handverksbakaríum eftir  á landinu en þau bjóða uppá fyrsta flokks gæði og baka allt sitt brauð frá grunni.

Nautakjötið kemur frá Kaffi kú en bærinn heitir Garður og er allt kjötið unnið á staðnum.Það sem gerir þetta kjöt einstakt er að nautið  étur hratið frá brugverksmiðjunni Vífilfell á Akureyri sem gerir kjötið sérstaklega mjúkt og safaríkt.. Vöfflunar eru heimabakaðar og ísteið er búið til á kaffi kú en lakkrísbitarnir eru frá Sauðárkróksbakaríi. Kakóið okkar er búið til úr alvöru súkkulaði og mjólkinni frá býlinu.

Markmið Kaffi kú er að verða sjálfbært fyrirtæki. Hluti af þeirri stefnu er umhverfissjónarmið og reynum við því að lágmarka plast, matarsóun og gagna vel um umhverfið.

Biðjum við ykkur því að hjálpa okkur með það, með því að skila körfunni til baka inná kaffi kú og henda rusli í ruslafötur.

Panta Lautarferð hér að neðan