Hagnýt atriði fyrir kaupendur

Hagnýt atriði fyrir kaupendur

Hér eru tekinn saman nokkur atriði sem kaupendur eru oft að velta fyrir sér.Við vinnum okkar vörur í kjötvinnslu vottaðri af matvælaeftirlitinu og er hún staðsett að Garði Eyjafjarðarsveit.

Þar er kjötiðnaðarmaður sem úrbeinar en við pökkum.

Framboð okkar af nautakjöti er jafnt og þétt alla mánuði ársins þannig ekki hika við að panta hvenar sem er.

Við seljum eingöngu ungnautakjöt í okkar pökkum að undanskildu því að við bjóðum uppá kýrkjöt sem er eingöngu hægt að fá í heilum skrokk.

Farir þú inní Vöruúrval hér á síðunni þá sérðu okkar pakka ef þér lýst ekki á þá þá geturðu farið og valið þinn eigin pakka með því að fara neðst á síðuna og smella á panta í frystikistuna. Þar sérðu verð á einstaka hlutum sem við bjóðum uppá og þú skrifar inn hvað þú vilt.

Kjötinu er keyrt heim að dyrum á Akureyri einnig er kjöt sent um allt land . Þá fer kjötið með flutningabíl Landflutninga oftast frosið en sé verið að panta eingöngu steikur eða gúllas þá er það sent ferskt.

Bílarnir eru með frysti og kæliklefa og er kjötið síðan geymt í frysti eða kæli þangað til kaupandi sækir kjötið á afgreiðslustað Landflutninga.

Við bjóðum uppá ýmsa greiðslumöguleika:

Við heimsendingu á Akureyri komum við með posa eða sendum rukkun í heimabankann, peningar ganga líka;)

Þegar sent er í aðra landshluta þá fær kaupandi rukkun í heimabankan sinn einnig getum við tekið á móti visakortum.

Einnig getum við boðið uppá greiðsludreifingu þá er greiðslunni dreift á 3 mánuði kaupandi fær þá sendar þrjár kröfur í heimabankan sinn með mismunandi eindaga.

Á Kaffi kú er hægt að koma og ná sér í kjöt ófrosnar steikur og gúllas en frosið hakk og hamborgara. Opið er um helgar á veturnar en alla daga á sumrin. Hins vegar er alltaf opið allt árið fyrir þá sem vilja ná sér í kjöt bara hringja í 8673826.