Fjölskyldustund á Kaffi Kú

Fjölskyldustund

Kaffi kú leggur mikla áherslu á samverustund fjölskyldunnar og afþreyingu fyrir börn.  Hjá okkur getur fjölskyldan komið og notið gæðastundar hvort sem það er yfir mat eða sætabrauði. Í salnum okkar er notalegt barnahorn þar geta allir verið að fylgjast með kúnum niðri í fjósi meðan þeir sitja og njóta veitinga. Eftir að hafa notið veitinga er hægt að fara niður í fjós og knúsa og klappa kálfum.

Það má nú ekki gleyma besta vininum heima og eru fjórfætlingar bæði hundar og kettir velkomnir til okkar á Kaffi kú.

Frábært hugmynd af fjölskyldudegi er að fara hinn vinsæla Sveitarúnt í Eyjafjarsveit. Þar er mælt með að stoppa á Kaffi kú og fá sér veitingar, leggja svo leið sín í sundlaugina á Hrafnagili og enda daginn í Jólahúsinu. Þessi ferð býður uppá notalega dagsferð með fjölskyldunni og vinum.

Frábær afþreying fyrir börnin