Um okkur

Einar og Sesselja

Einar og Sesselja

kaffi kú er fjölskyldu fyrirtæki.

Sesselja Barðdal, er lærður þjónn með lögfræðimenntun.
Einar er frumkvöðullinn, hann er með viðskiptamenntun og er bóndasonurinn.
Við erum frekar ólíkar týpur en vinnum vel saman. Saman eigum við þrjár yndislegar stelpur sem við erum óendanlega stolt af og höfðum við það alltaf í huga að búa til stað sem væri barnvænn og fólk gæti komið og kynnst íslenskum lanbúnaði.
Kaffi kú er staðsett á Garði.
Foreldrar Einars búa þar og ólst hann þar upp og þekkir því sveitlífið vel. Árið 2007 var byggt hátækni lausagöngufjós á Garði og var það eitt af fyrstu sinnar tegunar á Íslandi. Hugmyndinn af Kaffi kú fæddist því fólk var mikið að koma og fá að sjá fjósið sem var þá eitt stærsta og tæknivæddasta fjós á landinu.
Fjósaloftið var nýtt og því breytt í kaffihús. Bændurnir á Garði eru með marga áratugareynslu í að ala upp nautgripi og er kjötvinnsla á bænum. Kjötið er svo nýtt á Kaffi kú og einning selt þar sem fólk getur tekið með sér heim. Því er kaffihús ekki eina rétta orðið fyrir Kaffi kú einnig getum við flokkað okkur undir veitingarstað, Bistro og beint frá býli (Farm to table)

Við bjóðum uppá afþreyingu, gott kaffi, mat beint frá býli og allskyns bakkelsi. Það sem gerir kaffi kú öðruvísi en önnur kaffihús er afþreyingin, staðsetningin og útsýnið á kaffihúsinu, hægt er að fylgjast með 300 kúm og kálfum í afslöppuðu umhverfi, kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.
Komið og upplifið í einni fallegustu sveit landsins.

 

 

 

https://i0.wp.com/www.kaffiku.is/wp-content/uploads/2019/10/160f4c7c33a47e83e6e99b17d1bd7bea-4.jpg?resize=600%2C400&ssl=1